Okurpeningar

Auglýsingar frá Hraðpeningum þar sem auglýstur er valmöguleikinn að fá lán upp á 150 þúsund krónur í allt að 90 daga hafa ekki farið fram hjá mörgum. Ég hef ekki mikið verið að fylgjast með þessum fyrirtækjum en að mér skilst þá er þetta bæði lengri tími og hærri upphæð en hefur verið hægt að fá hingað til.

Það sem vakti athygli mína var hversu hár vaxtakostnaður lántakanda er. Það er 56.400 kr. fyrir 150.000 kr. lán í 90 daga – heildargreiðsla er því 206.400 kr.

Ef við setjum þetta í samhengi við venjulegan yfirdrátt þá sjáum við að lýsingarorðið okur á vel við.

Samanburður

Hæstu mögulegu yfirdráttarvextir einstaklinga hjá stóru bönkunum þremur eru 12,65%. Ef við gefum okkur að einstaklingur tæki sömu upphæð á jafn löngum tíma og greiddi jafn stórt hlutfall til baka í hverjum mánuði þá væru heildarvaxtagreiðslur 3.174 kr. og því væri heildargreiðslan samtals 153.174 kr. fyrir 150.000 kr.

Á sama tíma er vaxtaprósentan í þessu dæmi hjá Hraðpeningum 213,95% á ári og því eru greiddir vextir hjá Hraðpeningum um 17 sinnum hærri en hjá venjulegum banka.

Markhópurinn

Hver sá, sem er ekki í aðtæðum til þess að fá yfirdráttarlán hjá banka í svo stuttan tíma er augljóslega kominn í það mikil vandræði að leita til okurlánafyrirtækjanna mun einungis kasta olíu á eldinn. Þeir sem eru komnir í þá stöðu geta leitað sér andlegrar hjálpar til þess að hætta skuldasöfnun hjá Nafnlausum skuldurum á Íslandi (e. Debtors Anonymous).

Útreikningar

Alla útreikninga má sjá hér fyrir neðan og einnig er hægt að skoða Excel skjal hér.

Dæmi um yfirdráttarlán hjá venjulegum banka

Lánsupphæð 150.000 kr.
Vextir á ári 12,65%
Vextir á mánuði 1,05%

 

Lok mánaðar númer Vextir fyrir liðinn mánuð Ný staða með vöxtum Greiðsla Staða í lok mánaðar
1 1.581 kr. 151.581 kr. 51.058 kr. 100.523 kr.
2 1.060 kr. 101.583 kr. 51.058 kr. 50.525 kr.
3 533 kr. 51.058 kr. 51.058 kr. 0 kr.
Greiddir vextir: 3.174 kr. Samtals greitt: 153.174 kr.

 

Dæmi um lán hjá Hraðpeningum

Lánsupphæð 150.000 kr.
Vextir á ári 213,95%
Vextir á mánuði 17,83%

 

Lok mánaðar númer Vextir fyrir liðinn mánuð Ný staða með vöxtum Greiðsla Staða í lok mánaðar
1 26.744 kr. 176.744 kr. 68.800 kr. 107.944 kr.
2 19.246 kr. 127.190 kr. 68.800 kr. 58.390 kr.
3 10.410 kr. 68.800 kr. 68.800 kr. 0 kr.
Greiddir vextir: 56.400 kr. Samtals greitt: 206.400 kr.

 

Heimildir

Vaxtatafla Arion Banka
Hraðpeningar

3 athugasemdirSkilja eftir athugasemd

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *